Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 20:21 Niðurstöður ættu að liggja fyrir á morgun. Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. Það sama á við um fólk sem býr á sama heimili og maðurinn en ekki er vitað hversu margir það eru í heildina. Vinnustaður mannsins er þó ekki stór. Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins og verður greint frá niðurstöðum þeirra á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Áður hefur verið greint frá því að sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og hún því ekki smituð. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá landlækni, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að vel gengi að rekja smitið en þetta væri ein umfangsmesta rakning á smiti hér á landi hingað til. Ekki væri algengt að svo margir séu settir í sóttkví. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans. Sjá einnig: Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Í dag var boðað til upplýsingafundar vegna smitsins og sátu fulltrúar frá ríkislögreglustjóra og Landspítalanum fyrir svörum sem og landlæknir og sóttvarnarlæknir. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir áréttaði mikilvægi þess að fólk héldi ró sinni. „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Þjóðin ætti að vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. Það sama á við um fólk sem býr á sama heimili og maðurinn en ekki er vitað hversu margir það eru í heildina. Vinnustaður mannsins er þó ekki stór. Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins og verður greint frá niðurstöðum þeirra á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Áður hefur verið greint frá því að sýni úr eiginkonu mannsins reyndist neikvætt og hún því ekki smituð. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá landlækni, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að vel gengi að rekja smitið en þetta væri ein umfangsmesta rakning á smiti hér á landi hingað til. Ekki væri algengt að svo margir séu settir í sóttkví. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans. Sjá einnig: Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Í dag var boðað til upplýsingafundar vegna smitsins og sátu fulltrúar frá ríkislögreglustjóra og Landspítalanum fyrir svörum sem og landlæknir og sóttvarnarlæknir. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir áréttaði mikilvægi þess að fólk héldi ró sinni. „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Þjóðin ætti að vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18