85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. febrúar 2020 18:45 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira