Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 20:30 Pearson faðmar Troy Deeney, annan af markaskorurum Watford, eftir leik. Vísir/Getty Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45