Handbolti

Elvar Örn frábær í liði Skjern | Gamla brýnið lagði sitt af mörkum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Elvar Örn átti góðan leik í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Elvar Örn átti góðan leik í kvöld.

Elvar Örn Jónsson gerði fimm mörk í sigri Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Alexander Petersson stóð fyrir sínu en Þráinn Orri Jónsson gat ekki komið í veg fyrir tap hjá sínum mönnum er þeir öttu kappi við lærisveina Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands, í Melsungen.

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk þegar Skjern lagði KIF Kolding af velli á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 31-28 Skjern í vil eftir að liðið hafði verið 15-14 yfir í hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson átti ekki sinn besta leik í marki Skjern en það kom ekki að sök. Hann varði aðeins eitt af níu skotum sem hann fékk á sig.

Skjern er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig þegar 22 umferðum er lokið.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri sigri Rhein Neckar-Löwen á TSV Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk 30-23 Löwen í vil en liðið hafði leitt með þremur mörkum í hálfleik, 15-12.

Löwen eru í 6. sæti þýsku deildarinnar með 28 stig eftir 24 umferðir.

Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark í tveggja marka tapi Bjerringbro-Silkeborg á útivelli gegn MT Melsungen í 4. umferð A-riðils EHF bikarkeppninnar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók við þjálfun Melsungen í vikunni. Lærisveinar Guðmundar reyndust sterkari aðilinn allan tímann og leiddu 18-14 í hálfleik. Þráinn og félagar minnkuðu muninn niður í 35-33 en nær komust þeir ekki og reyndust það lokatölur leiksins.

Bæði lið eru með fjögur stig þegar fjórum leikjum af sex er lokið.


Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við Melsungen

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi.

Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar

Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×