Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Getty Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13