Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:15 Sjórinn gengur yfir Srandveginn, eina aðalgötu Sauðárkróks. Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt. Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt.
Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira