Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Enn hefur enginn greinst með Wuhan-veiruna hér á landi. vísir/hanna Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“ Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15