Fótbolti

Pelé skammast sín og forðast að fara út úr húsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari á glæstum ferli.
Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari á glæstum ferli. vísir/getty

Brasilíska fótboltagoðsögnin Pelé er ragur við að fara út úr húsi vegna þess að hann getur ekki gengið óstuddur. Þetta segir sonur hans, Edinho.

Pelé, sem er 79 ára, þurfti að leggjast inn á spítala í fyrra vegna þvagfærasýkingar og 2015 gekkst hann undir aðgerð á blöðruhálskirtli. Þá á hann í vandræðum með að ganga án þess að fá hjálp.

Sonur hans segir að Pelé veigri sér við að fara út á meðal almennings og glími við þunglyndi.

„Ímyndaðu þér, hann er kóngurinn en núna getur hann ekki gengið óstuddur,“ sagði Edinho.

„Hann skammast sín. Hann vill ekki fara út og láta sjá sig eða gera neitt sem tengist því að fara út úr húsi. Hann er frekar heilsulaus. Hann fór í mjaðmaskipti en fékk ekki nógu góða endurhæfingu. Hann á erfitt með að hreyfa sig og glímir við þunglyndi.“

Pelé varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu og skoraði 77 mörk í 91 landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×