Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:45 Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Stöð 2 Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199. Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199.
Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira