Erlent

Misstu rándýran og einstakan flygil sem er gjörónýtur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Angela Hewitt á fullu.
Angela Hewitt á fullu.

Píanóleikarinn Angela Hewitt syrgir nú sinn „besta vin“ eftir að menn sem ráðnir voru til að flytja 25 milljóna króna flygil hennar misstu hann með þeim afleiðingum að hann eyðilagðist. BBC greinir frá.

Hewitt, sem er frá Kanada og þykir einn færasti píanóeinleikari samtímans, greinir frá atvikunu á Facebook. Þar segir hún að fyrir tveimur vikum hafi mennirnir komið til hennar í upptökuveri hennar og tjáð henni að þeir hafi misst flygilinn.

Flygillinn, Fazioli F278, er metinn á um 200 þúsund dollara, jafnvirði 25 milljóna íslenskra króna. Flygillinn þótti einstakur enda sá eini í heiminum sem útbúinn var fjórum fótstigum.

Í Facebook-færslunni segir Hewitt að flygillinn sé „kaput“ eða gjörónýtur. Hún sé nú í viðræðum við tryggingarfélag sitt um hvernig haga skuli málum vegna tjónsins en hún vonast til þess að geta fengið nýjan flygil frá Fazioli.

Tjónið segir hún vera mikið, ekki síst tilfinningalega.

„Ég dáði þetta píanó. Það var minn besti vinur, félagi. Ég elskaði hvernig það var að taka upp með því, hvernig það veiti mér möguleika á að gera hvað sem ég vildi,“ skrifaði Hewitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×