Fjölnir aldrei tapað í undanúrslitum | Hvað gerist í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 14:00 Úr leik liðanna í Dominos deild karla í vetur. Vísir/Bára Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31