„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 23:30 Þeir sem hafa veikst eru færðir frá borði. Aðrir þurfa að sitja sem fastast. Vísir/EPA Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45