Sagði Luka Doncic að gefa dómaranum eiginhandaráritun eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Luka Doncic var frábær í leiknum en þjálfari Sacramento þótti hann fá fullmikið hjá dómurum leiksins. Getty/Ronald Martinez Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020 NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings í NBA-deildinni, varð sér til skammar með orðum sínum í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Dallas Mavericks vann leikinn örugglegha 130-111 og hefur nú unnið jafnmarga leiki (33) og Sacramento Kings hefur tapað (33). Luke Walton var að væla undan dómurum og hélt því fram að Slóveninn frábæri, Luka Doncic, væri að fá einhverja sérmeðferð hjá þeim. Walton hafði fengið tæknivillu fyrir mótmæli og í stað þess að halda áfram að nöldra í dómaranum þá beindi hann orðum sínum að Luka Doncic. Á myndbandsupptöku frá atvikinu sést hvað hann sagði við Slóvenann. „Heyrðu Luka. Gerðu mér greiða og gefðu honum eiginhandaráritunina þína eftir leikinn,“ sagði Luke Walton og benti á einn dómarann. „Hann er aðdáandi þinn,“ bætti Walton við. Kings coach Luke Walton after picking up a technical in the 3rd quarter, calls over to Luka Doncic and says: "Hey Luka, do me a favor, give him your autograph after the game. (points at official) - He's a fan, he's a fan of yours." pic.twitter.com/HU1SQ5oQe7— Sean Cunningham (@SeanCunningham) February 13, 2020 Luka Doncic svaraði ekki þjálfara Sacramento Kings í orðum en gerði það aftur á móti inn á vellinum. Doncic endaði leikinn með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Eftir atvikið starði hann á Luke Walton eftir hverja körfu. Þetta var fyrsti leikur Luka Doncic eftir meiðsli en hann hafði misst af sjö leikjum Dallas Mavericks í röð. Luke Walton stóð síðan ekki við stóru orðin eftir leikinn og þóttist ekkert hafa sagt við Luka Doncic. Luke Walton denies talking trash to Luka Doncic. #MFFL#Mavspic.twitter.com/PvBbE7s7Fc— Mavs Nation (@MavsNationCP) February 13, 2020
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira