Bjóða Gullstráknum sömu ofurlaun og Messi og Ronaldo fá til að loka á Liverpool og Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörgu mörkum sínum fyrir Paris Saint Germain. Getty/Aurelien Meunier Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð