Skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í NBA með „handboltaskoti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Steven Adams í leiknum gegn New Orleans Pelicans í nótt. vísir/getty Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp. NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Steven Adams skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum í NBA-deildinni þegar Oklahoma City Thunder lagði New Orleans Pelicans að velli, 118-123, í nótt. Og karfan var ótrúleg í meira lagi. Þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var að renna út fékk Adams boltann langt fyrir aftan miðlínuna. Nýsjálendingurinn beið ekki boðanna og kastaði boltanum í áttina að körfu New Orleans og ofan í fór hann, af rúmlega 17 metra færi. Adams fagnaði tímamótakörfunni með skemmtilegum dansi. Adams er engin smásmíði, 2,11 metrar á hæð og 120 kíló, og kastaði körfuboltanum með annarri hendi, eins og hann væri handbolti. Körfuna ótrúlegu má sjá hér fyrir neðan. From halfcourt, with style. @okcthunder 66@PelicansNBA 58 3Q on NBA LP https://t.co/lZZApswzuXpic.twitter.com/IeUGehwihF— NBA (@NBA) February 14, 2020 Adams er ekki mikil skytta og fyrir leikinn í nótt hafði hann reynt níu þriggja skot síðan hann byrjaði að spila í NBA 2013. Þau geiguðu öll. Hann er núna með 10% nýtingu í þriggja stiga skotum á ferlinum í NBA. Miðherjinn á alls 17 systkini og hann er ekki sá eini í þeim hópi sem er handsterkur. Eldri systir hans, Valerie Adams, er tvöfaldur Ólympíumeistari og fjórfaldur heimsmeistari í kúluvarpi. Í leiknum gegn New Orleans skoraði Adams ellefu stig, tók ellefu fráköst og varði þrjú skot. Oklahoma er í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 22 töp.
NBA Tengdar fréttir Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum. 14. febrúar 2020 07:30