Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 14:30 Afar erfiðar aðstæður eru nú fyrir vestan, stormur en nú er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar væntanlegt til að dæla úr sjókvíum. Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið. Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið.
Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26