Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 14:30 Afar erfiðar aðstæður eru nú fyrir vestan, stormur en nú er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar væntanlegt til að dæla úr sjókvíum. Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið. Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið.
Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26