Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 12:14 Kenískur bóndi glímir við engisprettusveim í janúar. Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira