Jón Axel Guðmundsson var afar nálægt þrefaldri tvennu fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt, þegar liðið vann St. Bonaventure 93-64.
Jón Axel skoraði 14 stig og tók 11 fráköst í vörninni, auk þess að gefa átta stoðsendingar. Þetta er í fimmta sinn á leiktíðinni sem hann nær tvöfaldri tvennu, það er að segja tveggja stafa tölu í tveimur af þremur lykilþáttum körfuboltatölfræðinnar. Jón Axel lagði meðal annars upp þessa troðslu fyrir liðsfélaga sinn:
Davidson hefur unnið 7 af 12 leikjum sínum í A 10 riðlinum og alls 13 leiki en tapað 11 á tímabilinu.