Rapparinn Flóni steig á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld til þess að taka ábreiðu af Eurovision-laginu ástæla Draumur um Nínu. Óhætt er að segja að upp til hópa hafi tístarar sem fylgdust með atriðinu ekki verið undirbúnir að heyra jafn nýstárlega útgáfu af laginu eins og raun bar vitni.
Draumur um Nínu, eða Nína, í daglegu tali, var framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar árið 1991 í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. Lagið hefur öðlast sérstakan sess í hjörtum landsmanna og hefur það verið sungið við ófá tilefni, enda viðlagið einstaklega grípandi.
Flóni steig á svið í Háskólabíói á meðan þjóðin kaus hvaða lög færu áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi. Líkt og sjá má hér fyrir neðan var útgáfu hans af laginu nær óþekkjanleg frá hinu upprunalega. Upprunalegu útgáfuna má heyra neðst í fréttinni.
Skiptar skoðanir voru um þessa útgáfu Flóna á laginu á Twitter, líkt og sjá má hér að neðan.
Hugrakkur drengur þessi Flóni.. #ReadTheRoom#12stig
— Stefán Þór (@stebbi79) February 15, 2020
Þessi meðferð á þjóðargersemini Nínu verður aldrei fyrirgefin. #12stig
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) February 15, 2020
Þegar maður hélt að Íslendingar gætu ekki orðið sturlaðri yfir neinu en nýja KSÍ merkinu...
— Jóhannes Þór (@johannesthor) February 15, 2020
Flóni: Haltu á autotjúninu mínu. #12stig
Bíddu, má þetta bara? Skemma ástsælasta júróvisjónlag Íslendinga? #12stig
— Vally Einarsdottir (@VallyEinars83) February 15, 2020
Stebbi og Eyvi núna #12stigpic.twitter.com/oTPLTaVA5b
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 15, 2020
STAAAAHP! HÆTTU AÐ MEIÐA NÍNU! #12stig
— Indriði E Reynisson (@IndridiReyniss) February 15, 2020
Að gera þetta við Nínu er svipað og að taka Fjallkonuna og brenna hana á báli á 17 júní #12stig
— Birkir Björnsson (@birkirbjorns) February 15, 2020
Afsakið!!!! HVAÐ ERTU AÐ GERA VIÐ NÍNU??????? #12stig
— Guðjón Guðmundsson (@gudjongudmundss) February 15, 2020
Margir voru þó hrifnari af þessari útgáfu
Nína .... cool útgáfa! Ég er viss um að @stefanhilmars snýr sér við í sófasettinu! #12stig
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) February 15, 2020
Nína með Flóna.. ein af fáum ábreiðum betri en orginal #12stig
— Sverrir Einarsson (@egersverrir) February 15, 2020
Flutningurinn á “Nínu” WOW. #12stig
— Vilborg Traustadótti (@traustadotti) February 15, 2020
Þetta var rosaleg pródúksjón á Nínu frá Flóna. #12stig
— Gaukur (@gaukuru) February 15, 2020
Hugrakkur drengur þessi Flóni.. #ReadTheRoom#12stig
— Stefán Þór (@stebbi79) February 15, 2020
Flott leið til að koma Nínu laginu til næstu kynslóðar #12stig
— Gallsteinar (@carlsteinar) February 15, 2020