Kokkalandsliðið vann gull á Ólympíuleikum matreiðslumeistara Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:19 Landsliðið. Facebook Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson
Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira