Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Kevin De Bruyne í leik með Manchester City á móti Liverpool. Getty/Alex Dodd Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira