Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:30 Fyrirliðinn Vincent Kompany og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eftir að Manchester City vann enska meistaratitilinn vorið 2014 og svo Steven Gerrard eftir mistökin á móti Chelsea 2014. Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira