„Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“ Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2020 11:10 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar.“ Helga var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar og deiling niðurstaðna þeirra á samfélagsmiðlum var til umræðu. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi, en rannsókninni er ætlað að afla skilnings á hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Fjölmargir hafa ákveðið að deila niðurstöðunum á samfélagsmiðlum, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðleggur engum að gera. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Fólk sé meðvitað Helga segir að fólk verði að vera meðvitað um hvað það sé að gera. „Ef við kjósum að deila þessum upplýsingum með fyrirtæki sem hefur atvinnu af því alla daga að rannsaka erfðamengi okkar, þá getum við alla vega áttað okkur á því að – fyrir þetta fyrirtæki að setja fram þessar spurningar um jafnlyndi okkar, úthverfu, víðsýni, samvinnuþýði og samvinnusemi – það virðist hafa einhverja þýðingu.“ Hún ræddi að það sé engin nýlunda að fólk deili niðurstöðum persónuleikaprófa á samfélagsmiðlum. „Fólk hefur tekið þátt í þessu í ákveðnum hálfkæringi, skemmtun, gleði og grín. En það er háalvarlegur undirtónn undir þessu. Þegar samfélagsmiðlar hafa notað þetta þá hafa þeir verið að setja fram margvísleg mismunandi próf. Fólk hefur verið að taka þetta og bera saman bækur og kannski áttað sig á því að það er kannski sami eigandi að þessum ólíku prófum. Þarna er mjög alvarlega verið að greina hluti og hægt að vinna mjög mikið með þessar upplýsingar.“ Háalvarlegur undirtónn Helga segir að það sé út af fyrir sig áhugavert að Íslensk erfðagreining ákveði að setja vísindarannsókn fram sem persónuleikapróf. „Af því að það er háalvarlegur undirtónn undir þessu. Og það er alveg ljóst að þessar upplýsingar eru upplýsingar sem fyrirtækið býr ekki yfir nú þegar. Þetta eru grunnkaraktereinkennisspurningar til þess að finna út hverra manna ert þú og hvað hefur þú að bera. Þetta er áhugavert. Svo verður fólk að gera upp við sig: „Vil ég þá að fyrirtæki sem er allan daginn að rannsaka erfðamengi fólks fái þessar upplýsingar?“ Eitt sem ég myndi vilja koma að hér að maður heyrir í viðtölum í fjölmiðlum og annars staðar að fólk er enn í þessu: „Hvað hef ég að fela? Ég hef ekkert að fela. Ég er orðinn aldraður,“ eða hvað sem það nú er. En þegar þú ert í viðskiptum við erfðafyrirtæki, þá ertu ekki bara að gefa upplýsingar um þig, heldur ertu líka að gefa upplýsingar um börnin þín og afkomendur þeirra. Vegna þess að það er verið að rannsaka genin okkar. Þetta er það sem allir þurfa að átta sig á þegar þeir eru að gefa blóðsýni til fyrirtækis sem er að rannsaka genin. Þess vegna er ágætt að hafa ákveðna aðgát og átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ segir Helga. Lögum gæti verið breytt Helga minnist á það sem dæmi, að í dag sé það þannig í íslenskri löggjöf að vátryggingafélög hafa ekki heimild til að nota erfðaupplýsingar til að ákveða hvort fólk fáir heimild til að kaupa tryggingu eða ekki. „En það þarf ekki nema meirihluta þings á einhverjum tíma til að breyta þessu ákvæði í vátryggingalögum. Þetta tek ég bara sem dæmi. Það er bara þannig að við sjáum ekki allt fyrir. Margt getur verið til góðs. Eitt er að skipta við erfðafyrirtæki með þessum upplýsingum og svo hitt er að leysa svona próf á samfélagsmiðlum. Þá veistu ekkert hver er hinu megin.“ Á vef prófsins kemur fram að ÍE hafi sett sér persónuverndarstefnu og að rannsakendur séu bundnir trúnaði og þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem þátttakendur veita. Rannsóknin sé unnin með leyfi frá Vísindasiðanefnd. Bítið Persónuvernd Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar.“ Helga var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar og deiling niðurstaðna þeirra á samfélagsmiðlum var til umræðu. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi, en rannsókninni er ætlað að afla skilnings á hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Fjölmargir hafa ákveðið að deila niðurstöðunum á samfélagsmiðlum, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðleggur engum að gera. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Fólk sé meðvitað Helga segir að fólk verði að vera meðvitað um hvað það sé að gera. „Ef við kjósum að deila þessum upplýsingum með fyrirtæki sem hefur atvinnu af því alla daga að rannsaka erfðamengi okkar, þá getum við alla vega áttað okkur á því að – fyrir þetta fyrirtæki að setja fram þessar spurningar um jafnlyndi okkar, úthverfu, víðsýni, samvinnuþýði og samvinnusemi – það virðist hafa einhverja þýðingu.“ Hún ræddi að það sé engin nýlunda að fólk deili niðurstöðum persónuleikaprófa á samfélagsmiðlum. „Fólk hefur tekið þátt í þessu í ákveðnum hálfkæringi, skemmtun, gleði og grín. En það er háalvarlegur undirtónn undir þessu. Þegar samfélagsmiðlar hafa notað þetta þá hafa þeir verið að setja fram margvísleg mismunandi próf. Fólk hefur verið að taka þetta og bera saman bækur og kannski áttað sig á því að það er kannski sami eigandi að þessum ólíku prófum. Þarna er mjög alvarlega verið að greina hluti og hægt að vinna mjög mikið með þessar upplýsingar.“ Háalvarlegur undirtónn Helga segir að það sé út af fyrir sig áhugavert að Íslensk erfðagreining ákveði að setja vísindarannsókn fram sem persónuleikapróf. „Af því að það er háalvarlegur undirtónn undir þessu. Og það er alveg ljóst að þessar upplýsingar eru upplýsingar sem fyrirtækið býr ekki yfir nú þegar. Þetta eru grunnkaraktereinkennisspurningar til þess að finna út hverra manna ert þú og hvað hefur þú að bera. Þetta er áhugavert. Svo verður fólk að gera upp við sig: „Vil ég þá að fyrirtæki sem er allan daginn að rannsaka erfðamengi fólks fái þessar upplýsingar?“ Eitt sem ég myndi vilja koma að hér að maður heyrir í viðtölum í fjölmiðlum og annars staðar að fólk er enn í þessu: „Hvað hef ég að fela? Ég hef ekkert að fela. Ég er orðinn aldraður,“ eða hvað sem það nú er. En þegar þú ert í viðskiptum við erfðafyrirtæki, þá ertu ekki bara að gefa upplýsingar um þig, heldur ertu líka að gefa upplýsingar um börnin þín og afkomendur þeirra. Vegna þess að það er verið að rannsaka genin okkar. Þetta er það sem allir þurfa að átta sig á þegar þeir eru að gefa blóðsýni til fyrirtækis sem er að rannsaka genin. Þess vegna er ágætt að hafa ákveðna aðgát og átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ segir Helga. Lögum gæti verið breytt Helga minnist á það sem dæmi, að í dag sé það þannig í íslenskri löggjöf að vátryggingafélög hafa ekki heimild til að nota erfðaupplýsingar til að ákveða hvort fólk fáir heimild til að kaupa tryggingu eða ekki. „En það þarf ekki nema meirihluta þings á einhverjum tíma til að breyta þessu ákvæði í vátryggingalögum. Þetta tek ég bara sem dæmi. Það er bara þannig að við sjáum ekki allt fyrir. Margt getur verið til góðs. Eitt er að skipta við erfðafyrirtæki með þessum upplýsingum og svo hitt er að leysa svona próf á samfélagsmiðlum. Þá veistu ekkert hver er hinu megin.“ Á vef prófsins kemur fram að ÍE hafi sett sér persónuverndarstefnu og að rannsakendur séu bundnir trúnaði og þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem þátttakendur veita. Rannsóknin sé unnin með leyfi frá Vísindasiðanefnd.
Bítið Persónuvernd Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00