24 sýni rannsökuð hér á landi vegna Covid-19 veirunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 14:12 Veiran hefur ekki komið hingað til lands en vinna yfirvalda hér miðast við að það muni gerast. Vísir/Getty 24 sýni hafa verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í tengslum við Covid-19 kórónaveiruna. Hafa þau öll reynst neikvæð og hefur enginn einstaklingur greinst með veiruna hér á landi.Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna Covid-19 veirunnar en óvissustig er í gildi hér á landi vegna veirunnar. Haldinn var stöðufundur í morgun í samhæfingarmiðstöðunni í Skógarhlíð þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fór yfir stöðu mála. Í máli hans kom fram að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi faraldsfræði veirunnar.Fyrirliggjandi upplýsingar bendi þó til þess að nýjum tilfellum hafi fækkað á undanförnum dögum og útbreiðsla utan Kína, þar sem veiran braust fyrst út, hafi verið hæg.Enn er gert ráð fyrir að veiran berist hingað til lands en áfram er unnið að því að skerpa viðbúnað innanlands. Til að mynda vinnur vinnuhópur ríkislögreglustjóra að greiningu á hugsanlegum aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna frá áhættusvæðum.Alls hafa 71.333 einstaklingar sýkst af veirunni og 1.775 hafa látist, langflestir í Kína en fjögur dauðsföll hafa verið utan Kína. Eitt í Taívan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
24 sýni hafa verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í tengslum við Covid-19 kórónaveiruna. Hafa þau öll reynst neikvæð og hefur enginn einstaklingur greinst með veiruna hér á landi.Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna Covid-19 veirunnar en óvissustig er í gildi hér á landi vegna veirunnar. Haldinn var stöðufundur í morgun í samhæfingarmiðstöðunni í Skógarhlíð þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fór yfir stöðu mála. Í máli hans kom fram að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi faraldsfræði veirunnar.Fyrirliggjandi upplýsingar bendi þó til þess að nýjum tilfellum hafi fækkað á undanförnum dögum og útbreiðsla utan Kína, þar sem veiran braust fyrst út, hafi verið hæg.Enn er gert ráð fyrir að veiran berist hingað til lands en áfram er unnið að því að skerpa viðbúnað innanlands. Til að mynda vinnur vinnuhópur ríkislögreglustjóra að greiningu á hugsanlegum aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna frá áhættusvæðum.Alls hafa 71.333 einstaklingar sýkst af veirunni og 1.775 hafa látist, langflestir í Kína en fjögur dauðsföll hafa verið utan Kína. Eitt í Taívan, eitt á Filippseyjum, eitt í Japan og eitt í Frakklandi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36 Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid19 innan Evrópu Áttræður karlmaður frá Hubei-héraðinu í Kína lést af völdum kórónaveirunnar Covid19 í Frakklandi. 15. febrúar 2020 10:50
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45
Fyrsta dauðsfallið í Taívan staðfest Taívönsk yfirvöld hafa greint frá fyrsta dauðsfalli af völdum Covid-19 veirunnar á eyjunni. Um er að ræða fimmta dauðsfallið utan meginlands Kína. 16. febrúar 2020 17:36
Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 12. febrúar 2020 20:30
Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31