Upptökur úr búkmyndavél sendar til NEL Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2020 07:33 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01