Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fær alvöru samkeppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. Mynd/Instagram/wodapalooza Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira