Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir fær alvöru samkeppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. Mynd/Instagram/wodapalooza Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST CrossFit Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. Sara Sigmundsdóttir endaði árið 2019 með því að vinna tvö CrossFit mót, í Dublin og í Dúbaí, og gera síðan betur en allar í „The Open“ sem er fyrsta stig undankeppninnar fyrir heimsleikana í haust. Það reynir hins vegar fyrir alvöru á þessa sigurgöngu Söru á fyrsta CrossFit móti hennar á nýju ári. Hún er nú komin til Miami á Flórída til að taka þátt í Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þar bíða hennar margar öflugar CrossFit konur og þar á meðal sjálfur heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Hin ástralska Tia-Clair Toomey endaði tveggja ára sigurgöngu Katrínar Tönju Davíðsdóttur árið 2017 og hefur nú unnið heimsleikana þrjú ár í röð. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir hafi burði til að enda sigursöngu Ástralans. Það kemur því kannski engum á óvart að Wodapalooza CrossFit mótinu í ár sé stillt upp sem einvígi á milli Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey. View this post on Instagram . Tia Vs Sara . T-16 Days to Wodapalooza and a clash of two titans . Sara Sigmundsdottir -The CrossFit Open Winner CrossFit Filthy 150 Champion -Dubai CrossFit Championship . Tia-Clair Tommey -CrossFit Mayhem Classic -Fittest on Earth . Super excited for this . #sanctionals #crossfitgames A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) on Feb 4, 2020 at 1:11pm PST Báðar hafa þær ekki tapað móti í langan tíma og auk sigra sinn á síðustu þremur heimsleikum þá hefur Tia-Clair Toomey einnig unnið eitt CrossFit mót eftir heimsleikanna. Tia-Clair Toomey endaði reyndar „bara“ í fjórða sæti i „The Open“ en þar liggja ekki hennar styrkleikar heldur í mótunum sjálfum. Auk Söru voru þær Anníe Mist Þórisdóttir og hin norska Kristin Holte fyrir ofan Tiu-Clair Toomey í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Þetta er annað árið í röð þar sem Tia-Clair Toomey og Sara Sigmundsdóttir keppa á Wodapalooza mótinu en í fyrra vann Tia mótið en Sara varð í þriðja sæti. Nú hefur Sara sýnt það í síðustu mótum að hún er búin að skipta í annan og betri gír. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig hún kemur núna út í samanburði við hina gríðarlega öflugu Toomey. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann síðan Wodapalooza mótið árið 2018 en hún er ekki með í ár og keppti heldur ekki á mótinu í fyrra. Katrín Tanja er þó stödd á svæðinu en næsta mót hennar verður væntanlega í Kaliforníu í marsmánuði. Sara er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir er einnig með í ár. Þuríður Erla varð í níunda sæti á heimsleikunum á síðasta ári og þá á undan bæði Söru Sigmundsdóttur og Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram CONFIRMED! We're stoked to announce the stellar #WZAElite @sarasigmunds is coming back to Miami! Don't miss out on an epic weekend of celebrating fitness, community, and life! Grab your tickets through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Jan 20, 2020 at 3:45pm PST View this post on Instagram It’s finally that time of year… we’re ready to roll out the #WZAElite competing at #WZAMiami in 2020! And we’re kicking it off with a bang! Welcome the 3x Fittest Woman on Earth & reigning Elite Champ @tiaclair1! Come watch her defend her title in Miami this February! Tickets live through the link in our bio! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Dec 30, 2019 at 3:45pm PST
CrossFit Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira