Help! mynd Bítlanna var í tökum þegar Man. United náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Goðsagnirnar George Best og Denis Law í leik á þessu tímabili og svo plötuumslagið með Help! Samsett/Getty Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Það þarf að fara aftur til 13. mars 1965 til að finna síðasta lið Manchester United sem var með fullt hús og hreint mark í báðum leikjum sínum á móti Chelsea. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, myndi kannski óska þess að mæta Chelsea liðinu sem oftast. United vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu og það með markatölunni 6-0. Manchester United vann 4-0 sigur á Chelsea á Old Trafford í fyrsta leik tímabilsins og fylgdi því síðan eftir með 2-0 sigri á Stamford Bridge í gær. Ekki nóg með það þá sló Manchester United lið Chelsea einnig út úr enska deildabikarnum í október með 2-1 sigri á Brúnni. Þrír leikir og þrír United sigrar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem Manchester United vinnur báða deildaleiki sína á móti Chelsea en því hafði United liðið ekki náð síðan tímabilið 1987-88. 2 - Manchester United have completed their first league double over Chelsea since the 1987-88 campaign, while this is the first time they’ve done so without conceding since 1964-65. Awaited. #CHEMUNpic.twitter.com/vOwzPgVbi2— OptaJoe (@OptaJoe) February 17, 2020 Það þarf aftur á móti að fara miklu lengur aftur til finna tímabil þar sem Manchester United vann báða deildarleiki sína á móti Chelsea og hélt marki sínu einnig hreinu eins og á þessu tímabili. Það gerðist síðast tímabilið 1964-65. Manchester United vann þá fyrri leikinn á Stamford Bridge, 2-0 í september 1964 og svo seinni leikinn 4-0 á Old Trafford í mars 1965. Markvörður United í leikjunum var Írinn Pat Dunne og knattspyrnustjórinn var Sir Matt Busby. Á þessum tíma var einmitt Help! mynd Bítlanna í tökum en hún var ekki frumsýnd fyrr en um sumarið. „Eight Days A Week“ var vinsælasta lagið og kvikmyndin The Sound of Music var frumsýnd í Bandaríkjunum ellefu dögum áður. Goðsagnirnar George Best og Denis Law skoruðu í báðum leikjunum en svo var Skotinn David Herd með tvö mörk í stóra sigrinum á Old Trafford. George Best var þarna aðeins átján ára gamall. Manchester United vann ensku deildina þetta vor en Chelsea varð í 3. sæti á eftir Leeds. Þessi sigur Manchester United vorið 1965 voru mikil tímamót fyrir United því þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins eftir München slysið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United liðsins fórust.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn