Fimmtán metra hátt íslenskt verk á 900 milljóna ára kletti í Berlín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 15:30 Í verkinu HAF leiðir Finnbogi hljóðbylgjur í tjörn. Þær birtast sem gárur á vatninu og með hjálp ljóss endurkastast þær á 900 milljón ára klett úr norskum firði Á fjórða tug verka eftir íslenska myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda, skáld og hönnuði færa Berlínarbúum sjóinn þessa dagana – sjálft hafið. Þar ber bókstaflega hæst fimmtán metra há innsetning listamannsins Finnboga Péturssonar, HAF. Verkið stendur við norrænu sendiráðin í Berlín og er sérstaklega sniðið að svæðinu. Í því leiðir Finnbogi hljóðbylgjur í tjörn, þær birtast sem gárur á vatninu og með hjálp ljóss endurkastast þær á 900 milljón ára klett úr norskum firði, framhlið norska sendiráðsins. Verkið er síbreytilegt eins og hafið, leikur við vind og regn svo magnað er á að horfa. Listamaðurinn Borghildur Indriðadóttir var á meðal gesta við opnunina á föstudaginn. Sýningin „Hafið – Reflections of the Sea“ stendur til 18. apríl í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, gerði að umtalsefni í opnunarræðu sinni mikla þýðingu hafsins fyrir Íslendinga og Norðurlöndin öll. Eva Þengilsdóttir sýningarstjóri segir fjölmenni hafa sótt opnunina og kafaði djúpt í íslenska sköpun. Rætt hafi verið um Arnfirska hrúðurkarla og salt í verkum Rögnu Róbersdóttur, bláa kossa Gjörningaklúbbsins, tónahaf Sinfó, segl í ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, hákarlshjarta Hallgríms Helgasonar og blátt haf Andra Snæs, svo eitthvað sé nefnt. Að neðan má sjá lista yfir þá íslensku listamenn sem eiga verk á sýningunni. Samhliða sýningunni er kynning á nýrri hugsun og vörum á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarafurða Frá sýningunni í Berlín. Myndlist Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Ragna Róbertsdóttir Kvikmyndagerð Anna Rún Tryggvadóttir, Elín Hansdóttir, Hanna Björk Valsdóttir Ritlist Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir Tónlist Ásgeir Trausti, Björk, Bubbi Morthens, Daniel Björnsson, Emiliana Torrini, Gyða Valtýsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Högni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Maria Huld Markan Sigfúsdóttir, Of Monsters and Men, Ólafur Arnalds, Samaris, Víkingur Heiðar Ólafsson. Hönnun Arkibúllan, Dögg Guðmundsdóttir, Hugdetta, María K. Magnúsdóttir, Þórunn Árnadóttir Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslendingar erlendis Myndlist Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á fjórða tug verka eftir íslenska myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda, skáld og hönnuði færa Berlínarbúum sjóinn þessa dagana – sjálft hafið. Þar ber bókstaflega hæst fimmtán metra há innsetning listamannsins Finnboga Péturssonar, HAF. Verkið stendur við norrænu sendiráðin í Berlín og er sérstaklega sniðið að svæðinu. Í því leiðir Finnbogi hljóðbylgjur í tjörn, þær birtast sem gárur á vatninu og með hjálp ljóss endurkastast þær á 900 milljón ára klett úr norskum firði, framhlið norska sendiráðsins. Verkið er síbreytilegt eins og hafið, leikur við vind og regn svo magnað er á að horfa. Listamaðurinn Borghildur Indriðadóttir var á meðal gesta við opnunina á föstudaginn. Sýningin „Hafið – Reflections of the Sea“ stendur til 18. apríl í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, gerði að umtalsefni í opnunarræðu sinni mikla þýðingu hafsins fyrir Íslendinga og Norðurlöndin öll. Eva Þengilsdóttir sýningarstjóri segir fjölmenni hafa sótt opnunina og kafaði djúpt í íslenska sköpun. Rætt hafi verið um Arnfirska hrúðurkarla og salt í verkum Rögnu Róbersdóttur, bláa kossa Gjörningaklúbbsins, tónahaf Sinfó, segl í ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, hákarlshjarta Hallgríms Helgasonar og blátt haf Andra Snæs, svo eitthvað sé nefnt. Að neðan má sjá lista yfir þá íslensku listamenn sem eiga verk á sýningunni. Samhliða sýningunni er kynning á nýrri hugsun og vörum á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarafurða Frá sýningunni í Berlín. Myndlist Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Ragna Róbertsdóttir Kvikmyndagerð Anna Rún Tryggvadóttir, Elín Hansdóttir, Hanna Björk Valsdóttir Ritlist Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir Tónlist Ásgeir Trausti, Björk, Bubbi Morthens, Daniel Björnsson, Emiliana Torrini, Gyða Valtýsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Högni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Maria Huld Markan Sigfúsdóttir, Of Monsters and Men, Ólafur Arnalds, Samaris, Víkingur Heiðar Ólafsson. Hönnun Arkibúllan, Dögg Guðmundsdóttir, Hugdetta, María K. Magnúsdóttir, Þórunn Árnadóttir
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslendingar erlendis Myndlist Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira