Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 17:34 Starfslýsing Pútín gæti breyst úr því að hann sé þjóðhöfðingi í að hann verði æðsti leiðtogi Rússlands. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00