Fyrstu farþegunum hleypt frá borði Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 06:33 Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. AP/Jae C. Hong Fyrstu farþegunum hefur verið hleypt í land úr skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í Japan. Fólkinu hefur verið haldið um borð í sóttkví í tvær vikur en minnst 542 farþegar og áhafnarmeðlimir, af um 3.700, eru sýktir af Covid-19 kórónaveirunni. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu þó flutt rúmlega 300 manns frá skipinu og til Bandaríkjanna um síðustu helgi. Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. Einungis farþegar sem greinast ekki með veiruna og sína ekki einkenni fá að yfirgefa skipið að svo stöddu. Aðrir þurfa að halda þar til áfram. Þó verið sé að sleppa fólkinu úr skemmtiferðaskipinu er útlit fyrir að raunum þeirra sé ekki lokið enn. Þeir farþegar sem fluttir voru til Bandaríkjanna þurfa til að mynda að verja öðrum tveimur vikum í sóttkví og önnur ríki stefna einnig á sambærilegar aðgerðir. Farþegar Diamond Princess komu frá um 50 löndum. Óttast er að farþegarnir gætu flutt veiruna víða um heim. Skemmtiferðaskipið var sett í sóttkví í byrjun mánaðarins þegar maður um borð greindist með Covid-19. Í fyrstu var farþegum ekki leyft að yfirgefa káetur sínar en því var svo breytt. Þrátt fyrir sóttkví fjölgaði sýkingum þó hratt um borð. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fyrstu farþegunum hefur verið hleypt í land úr skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í Japan. Fólkinu hefur verið haldið um borð í sóttkví í tvær vikur en minnst 542 farþegar og áhafnarmeðlimir, af um 3.700, eru sýktir af Covid-19 kórónaveirunni. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu þó flutt rúmlega 300 manns frá skipinu og til Bandaríkjanna um síðustu helgi. Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. Einungis farþegar sem greinast ekki með veiruna og sína ekki einkenni fá að yfirgefa skipið að svo stöddu. Aðrir þurfa að halda þar til áfram. Þó verið sé að sleppa fólkinu úr skemmtiferðaskipinu er útlit fyrir að raunum þeirra sé ekki lokið enn. Þeir farþegar sem fluttir voru til Bandaríkjanna þurfa til að mynda að verja öðrum tveimur vikum í sóttkví og önnur ríki stefna einnig á sambærilegar aðgerðir. Farþegar Diamond Princess komu frá um 50 löndum. Óttast er að farþegarnir gætu flutt veiruna víða um heim. Skemmtiferðaskipið var sett í sóttkví í byrjun mánaðarins þegar maður um borð greindist með Covid-19. Í fyrstu var farþegum ekki leyft að yfirgefa káetur sínar en því var svo breytt. Þrátt fyrir sóttkví fjölgaði sýkingum þó hratt um borð.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33
Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00
Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31