Segja að Liverpool fái aldrei 2014 titilinn af þvi að félagið braut líka af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Steven Gerrard getur gleymt því að fá enska meistaratitilinn frá 2014 á silfurfati. Getty/AMA/Corbis Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili. Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
„Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30