Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftunum: „Ég held að enginn hafi sofið hann af sér“ Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. febrúar 2020 10:52 Skjálftarnir skóku Grindavík og Grindvíkingar tóku vel eftir kraftinum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira