Biðlar til ökumanna að sýna ökunemum virðingu: „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:59 Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt. Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt.
Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira