Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira