Erlent

Farage ítrekaði hatur sitt á ESB í kveðjuræðu

Heimir Már Pétursson skrifar

Bretar hafa ellefu mánuði til að ná samkomulagi um framtíðar fyrirkomulag samskipta sinna við Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgaf sambandið formlega klukkan ellefu í gærkvöld.

Nigel Farage leiðtogi brexit-sinna lýsti hatri sínu á sambandinu í síðustu kveðjuræðu sinni á Evrópuþinginu í gær. En blendnar tilfinningar bærast meðal almennings í Bretlandi nú þegar landið hefur yfirgefið samstarf sitt við önnur ríki Evrópu eftir fjörtíu og sjö ára veru í ESB.

„Ég get lofað ykkur því að bæði í UKIP og í Brexit-flokknum elskum við Evrópu. En við hötum Evrópusambandið. Svo einfalt er það,“ sagði Farage fullur sjálfumgleði að vanda og veifaði litlum breskum fánum ásamt öðrum fulltrúum Bretlands sem risu jafnframt úr sætum.

Mairead McGuinnes varaforseti Evrópuþingsins minnti á aðþjóðfánar væru ekki leyfðir á Evrópuþinginu.

„Vinsamlegast fáið ykkur sæti. Leggið fánana frá ykkur, þið eruð að fara, og takiðþá með ykkur ef þið eruð að fara núna. Veriðþið sæl,“ sagði varaforsetinn.

Almenningur í Bretlandi var að vonum misjafnlega stemmdur fyrir hinum nýja veruleika í dag.

„Ég er alveg himinlifandi. Þetta er það sem við vildum og greiddum atkvæði með. Ég held aðþetta sé einkennandi fyrir mína kynslóð. Við lifðum áþeim tíma þegar við vorum bresk, ensk. Þakka ykkur fyrir,“ sagði kona á sjötugsaldri í Lundúnum.

„Ég er dapur, niðurbrotinn. Þetta er mikill harmleikur. Allt mitt líf höfum við veriðí Evrópusambandinu. Faðir minn og afi börðust í stríðum í Evrópu. Við héldum aðþví væri öllu lokið. Við héldum að við yrðum sameinuð heimsálfa sem byggi við frið, sátt og samlyndi,“ sagði James Parkers á götum Lundúna í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×