Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 14:18 Frá staðnum við Halsa þar sem Keikó rak á land árið 2003. Getty Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju. Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju.
Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira