Tónleikaferðalag með Jóker-tónlist Hildar hefst í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 11:14 Jókerinn og Hildur. Mynd/Warner Bros/ANTJE TAIGA JANDRIG Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50