„Janúar var mjög illviðrasamur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 17:53 Frá höfninni við Flateyri eftir að snjóflóð féll í bænum í janúar sem olli miklu eignatjóni. vísir/egill Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira