Breski utanríkisráðherrann hvetur Breta til þess að yfirgefa Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:52 Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta. vísir/getty Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira