Lífið

Ferðaðist til Íslands og málaði draumafrí látinnar eiginkonu sinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsíða pistilsins á vef Vice.
Forsíða pistilsins á vef Vice. Mynd/Skjáskot

Ástralinn Jeremy Ley ferðaðist nýverið til Íslands. Markmiðið var að fara í draumafríið sem hann og eiginkona hans höfðu alltað ætlað sér í. Hún lést nýverið úr krabbameini og því ákvað Ley að láta verða af Íslandsferðinni og mála ferðina, allt fyrir ástina í lífi hans.

Ley skrifaði hjartnæman pistil um ferðina, söknuðinn og sorgina sem fylgir því að missa maka á bandarísku vefsíðunni Vice.

„Við Tess töluðum alltaf um að fara til Íslands. Þetta var einn af hlutunum á þessum endalausa lista yfir hluti til að gera,“ skrifar Ley. Þar lýsir hann áfallinu sem fjölkyldan varð fyrir þegar Tess greindist með krabbamein í brjósti, komin tuttugu vikur á leið með annað barn þeirra.

Í pistlinum lýsir hann því hvað hafi tekið við eftir greininguna. Endalausar sjúkrahúsferðir, sársauki, hlátur, sorg og að lokum dauði. Íslandsferðin var hans leið til þess að uppfylla drauma þeirra beggja.

Lýsir hann því hvernig hann hafi verið að aka eftir þjóðvegi eitt þegar hann sá Esjuna og hvernig hann hafi hugsað með sér að þetta fjall yrði hann að klífa.

„Þrátt fyrir ískaldan vindinn stóð ég á fjallstindinum. Ég settist niður og fór að mála. Svona talaði eiginkonan mín um ævintýri,“ skrifar hann.

Í greininni má einnig sjá fjölmargar vatnslitamyndir sem Ley málaði á ferðum sínum um Ísland, meðal annars frá Esjunni, Mýrdalsjökli, Þingvöllum og Þakgili.

Lesa má pistili Ley hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×