Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 14:00 Viðbúnaði vegna Wuhan-kórónaveirunnar er lýst í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum.
Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15