Sautján stiga hiti mældist á Seyðisfirði í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:07 Frá Seyðisfirði. Vísir/Jói K. Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri. Seyðisfjörður Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Gular asahlákuviðvaranir eru jafnframt í gildi um allt land vegna mikilla leysinga fram að hádegi. Hlýju lofti úr suðri fylgir rigning eða súld en þó verður þurrt norðan- og austanlands. Búast má við að á þeim slóðum slái hnjúkaþey sums staðar niður. Hæsti hiti sem mældist síðustu nótt voru tæp sautján stig á Seyðisfirði. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands var hitinn nákvæmlega 16,5 stig og mældist um klukkan fjögur í nótt. Ekki skipti máli við þessar aðstæður hvort um nótt eða dag sé að ræða – sólin stuðli þar lítið að hita. Ekki erum met að ræða en hæsti hiti sem hefur mælst í febrúar er 19,1 stig á Eyjabökkum 12. þess mánaðar árið 2017. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki sé útilokað að það met verði slegið síðar í dag. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi og úrkomu og byrjar að kólna. Ásþungi takmarkaður við tíu tonn Skólaakstur fellur niður á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið vegna veðurs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar segir að nemendur og starfsfólk skuli mæta á þá starfsstöð sem næst er þeirra heimili. Ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan tíu. Í tilkynningu segir að kennsla sé að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það sé hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann. Þá varar Vegagerðin vegfarendur við miklum holumyndunum á vegum vegna mikilla leysinga og hlýnandi veðurs. Gott sé að hafa það í huga þegar ekið er af stað. Þá verður ásþungi takmarkaður við tíu tonn á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, nema á hringvegi milli Reykjavíkur og Selfoss, vegna hættu á slitlagsskemmdum. Takmörkun þessi tekur gildi klukkan tíu í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Vaxandi suðaustanátt og rigning, 10-18 m/s síðdegis, en hægari vindur og þurrt norðanlands. Hiti 4 til 10 stig. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt, víða 10-15 m/s og snjókomu, en rigingu á láglendi um kvöldið. Hægari vindur og þurrt um norðanvert landið. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og slydda á köflum, en þurrt norðan- og austanlands, og norðaustan 8-15 með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti nálægt frostmarki en frost 3 til 8 stig um landið norðanvert. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Austlæg átt og víða dálítil snjókoma. Áfram kalt í veðri.
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent