Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Skýrslubeiðnin var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7, 10 greiddu ekki atkvæði. Fjármála- og efnahagsráðherra segir skýrslubeiðnina vera lýðskrum.Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Það eru þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar sem kalla eftir skýrslunni en fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu beiðnina harðlega og nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins tóku undir efasemdir. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu stjórnarflokkana á móti fyrir að reyna að grafa undan þeim eftirlitstækjum sem stjórnarandstaðan getur beitt, á borð við skýrslubeiðnir. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar í orðlag sem notað er í greinargerð með skýrslubeiðninni um að svo virðist sem endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt að því er segir í greinargerðinni. „Hér er verið að rugla saman gerólíkum kerfum,“ sagði Bjarni. Tillagan sé langt í frá að vera boðleg og það sé „á engan hátt hægt að styðja hana.“ Flokksbróðir hans Óli Björn Kárason tók í svipaðan streng og sagði að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur epli og kíví. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði jafnframt eftir því að almennt væru meiri umræður og aðdragandi að skýrslubeiðnum. Almennt er það þannig að beiðninni er dreift á þinginu og svo fer fram atkvæðagreiðsla um hvort skýrslubeiðni skuli samþykkt, án sérstakrar umræðu í þingsal. Afar sjaldgæft er að þingmenn leggist gegn skýrslubeiðnum og alla jafna eru slíkar beiðnir samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem að þingmenn meirihlutans hefðu gjarnan viljað fá að ritstýra skrifum á skýrslubeiðninni. „Þetta er auðvitað eitt tæki minnihlutans til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu og fullkomlega eðlilegt. Þetta er einföld skýrslubeiðni og fullkomlega eðlilegt að almenningur fái að vita,“ sagði Þorsteinn. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku í sama streng.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira