Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:37 Stjórnendur segja skýra áherslu verða á arðsemi og að lágmarka áhættu af frekari kyrrsetningu MAX véla á þessu ári. Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17
17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00