Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. febrúar 2020 21:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. Á Norðurlöndunum hafi til dæmis ekki verið gripið til þess ráðs líkt og gert er hér að biðja heimamenn sem koma frá Kína um að fara í sóttkví. Það sé plús fyrir okkur, eins og hann orðar það, að hér sé verið að reyna að gera allt sem hægt sé til að koma í veg fyrir útbreiðslu.Vísir greindi frá því í dag að íslensk fjölskylda sem kom frá Kína í vikunni sé nú á öðrum degi í sóttkví hér á landi. Fjölskylduföðurnum finnst tilmæli yfirvalda heldur harkaleg í ljósi þess að ekkert sé gert varðandi aðra ferðamenn sem hingað komi til lands frá Kína. Þórólfur segir að ferðmenn frá Kína þyrftu helst að vera í sóttkví líka eins og Íslendingar. Það sé hins vegar ekki gerlegt. „Einfaldlega vegna þess í fyrsta lagi er ekki hægt að finna þá með góðu móti. Þeir eru kannski að koma hérna í nokkra daga ferð og þeir myndu örugglega ekki gefa sig fram ef þeir vissu að það þyrfti að loka þá af á meðan þeir væru hérna og svo er þetta alveg ótrúlegur fjöldi. Þetta eru fleiri þúsundir einstaklinga og það er hreinlega ekki húsnæði til að hafa allt þetta fólk,“ segir Þórólfur. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli í lok janúar. Þessir ferðamenn eru með andlitsgrímur vegna Wuhan-veirunnar.vísir/vilhelm Ekki gerlegt að loka landinu fyrir ferðamönnum frá Kína Því hafi kostur tvö verið tekinn, það er að Íslendingar sem eru með stuðningsnet hér og eiga fjölskyldur, fari í sóttkví. Þessi aðgerð sé hluti af því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Það er að fólk haldi sig fjarri öðrum meðan það gæti hugsanlega verið smitað eða ef það veikist og það getur gerst mjög hægt í byrjun þannig að þetta er leið til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort það hafi verið rætt að loka landinu fyrir ferðamannastraumnum frá Kína segir Þórólfur svo vera. Það hafi til að mynda verið rætt við yfirvöld á Keflavíkurflugvelli en niðurstaðan hafi verið sú að það væri ekki hægt. „Vegna þess að það er ekki hægt að finna þessa einstaklinga. Það er með nútímatækni er ekki hægt að finna einstaklinga sem hafa verið að koma nýlega frá Kína. Sumar þjóðir geta gert þetta vegna þess að þær eru með annan tækjabúnað og aðra aðferðafræði við það að nálgast sína ferðamenn en þannig er það ekki á Íslandi. Það getur vel verið að það verði hægt eftir einhverja mánuði eða ár en það er ekki hægt núna.“ Meginástæðan fyrir þessum ómöguleika er að ekki er beint flug á milli Kína og Íslands. „Þannig að það er ómögulegt að rekja ferðir fólks í gegnum önnur lönd hingað til lands, því miður. Ég vildi óska þess að það væri hægt en þetta er ekki það sem ég er að segja heldur það sem lögregluyfirvöld og flugvallaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli halda fram,“ segir Þórólfur. Þessi mynd er tekin á spítala í borginni Wuhan í Kína í vikunni þar sem talið er að veiran eigi uppruna sinn.vísir/getty Reyna að sýna fram á að veiran geti orðið útbreidd Hann kveðst ekki vera með nákvæmar tölur um það hversu margir Íslendingar séu í sóttkví í dag. „Þessi aðgerð er á ábyrgð Heilsugæslunnar og það er Heilsugæslan sem sér um þetta gagnvart fjölskyldum. Við vitum um nokkrar fjölskyldur sem við höfum fengið fregnir af en nákvæma heildartöluna vitum við ekki.“ En gerir það eitthvað gagn að setja fáeinar íslenskar fjölskyldur í sóttkví þegar það eru þúsundir kínverskra ferðamanna á götum borgarinnar? „Já, það gerir gagn vegna þess að ferðamenn eru yfirleitt hérna stutt, fara fljótt úr landi. Íslendingar eru hér þannig að við erum allavega að gera það sem við getum til þess að forða íslenskum fjölskyldum og nágrenni þeirra frá sýkingum. En það er líka mikilvægt að hafa það í huga að sóttkví er ekki algjör innilokun. Fólk hefur ákveðið frelsi og við erum með nákvæmar leiðbeiningar um það á okkar vef hvað felst í sóttkví. En þetta er, eins og ég segi aftur, þetta er aðferð til þess að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir sýkingu hér og útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Það sé þó vissulega ákvörðun hvers og eins hvort hann hlýði þeim fyrirmælum yfirvalda um að vera í sóttkví. „Við erum ekki með neina valdbeitingu í þessu en við erum að reyna að biðla til fólks og reyna að sýna fram á það að þessi veiki getur orðið útbreidd ef við grípum ekki til réttra aðgerða. Við höfum tvær aðferðir til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu, það er að finna veika einstaklinga eins fljótt og hægt er en þeir gætu þá verið búnir að smita dálítið út frá sér og svo í annan stað að tryggja það að einstaklingar sem gætu verið smitaðir, en eiga eftir að veikjast, að þeim sé haldið frá öðrum eins og hægt er þangað til útséð er um það að þeir séu ekki smitaðir.“Sjá einnig: Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Gagnrýni fyrir að taka ekki nógu hart á málum Þórólfur segir enga þjóð í Evrópu hafa gripið til þess ráðs að hætta að taka á móti ferðamönnum frá Kína. „Og það er engin til dæmis af Norðurlandaþjóðunum sem beitir svona aðgerðum eins og við. Við höfum fengið gagnrýni fyrir það að vera ekki nógu hörð, að stöðva ferðamannastraum, og þá erum við líka að tala um að stöðva Íslendinga sem hafa verið í Kína og koma hingað. Það er engin Norðurlanda- eða Evrópuþjóð sem gerir það og það er enginn sem að beitir svona afkvíunaraðgerðum eins og við þannig að við erum að grípa til harðari aðgerða en aðrir. Ég held að það ætti að vera plús fyrir okkur að við erum að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir útbreiðslu.“ Þá bendir hann á að það sé mikilvægt að hafa í huga þeir einstaklingar sem hafi til dæmis verið að greinast á Norðurlöndunum og í öðrum Evrópulöndum séu einstaklingar sem séu búsettir í þeim ríkjum, hafa verið að koma frá Kína og veikst eftir heimkomu. „Sumir af þessum einstaklingum hafa hreinlega sjálfir farið í sóttkví án þess að þeir hafi verið beðnir um það. Þeir veikjast í sóttkví og þannig hefur verið hægt að greina þá mjög snemma. Það er akkúrat það sem við erum að reyna að gera hér,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. 6. febrúar 2020 17:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. Á Norðurlöndunum hafi til dæmis ekki verið gripið til þess ráðs líkt og gert er hér að biðja heimamenn sem koma frá Kína um að fara í sóttkví. Það sé plús fyrir okkur, eins og hann orðar það, að hér sé verið að reyna að gera allt sem hægt sé til að koma í veg fyrir útbreiðslu.Vísir greindi frá því í dag að íslensk fjölskylda sem kom frá Kína í vikunni sé nú á öðrum degi í sóttkví hér á landi. Fjölskylduföðurnum finnst tilmæli yfirvalda heldur harkaleg í ljósi þess að ekkert sé gert varðandi aðra ferðamenn sem hingað komi til lands frá Kína. Þórólfur segir að ferðmenn frá Kína þyrftu helst að vera í sóttkví líka eins og Íslendingar. Það sé hins vegar ekki gerlegt. „Einfaldlega vegna þess í fyrsta lagi er ekki hægt að finna þá með góðu móti. Þeir eru kannski að koma hérna í nokkra daga ferð og þeir myndu örugglega ekki gefa sig fram ef þeir vissu að það þyrfti að loka þá af á meðan þeir væru hérna og svo er þetta alveg ótrúlegur fjöldi. Þetta eru fleiri þúsundir einstaklinga og það er hreinlega ekki húsnæði til að hafa allt þetta fólk,“ segir Þórólfur. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli í lok janúar. Þessir ferðamenn eru með andlitsgrímur vegna Wuhan-veirunnar.vísir/vilhelm Ekki gerlegt að loka landinu fyrir ferðamönnum frá Kína Því hafi kostur tvö verið tekinn, það er að Íslendingar sem eru með stuðningsnet hér og eiga fjölskyldur, fari í sóttkví. Þessi aðgerð sé hluti af því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Það er að fólk haldi sig fjarri öðrum meðan það gæti hugsanlega verið smitað eða ef það veikist og það getur gerst mjög hægt í byrjun þannig að þetta er leið til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort það hafi verið rætt að loka landinu fyrir ferðamannastraumnum frá Kína segir Þórólfur svo vera. Það hafi til að mynda verið rætt við yfirvöld á Keflavíkurflugvelli en niðurstaðan hafi verið sú að það væri ekki hægt. „Vegna þess að það er ekki hægt að finna þessa einstaklinga. Það er með nútímatækni er ekki hægt að finna einstaklinga sem hafa verið að koma nýlega frá Kína. Sumar þjóðir geta gert þetta vegna þess að þær eru með annan tækjabúnað og aðra aðferðafræði við það að nálgast sína ferðamenn en þannig er það ekki á Íslandi. Það getur vel verið að það verði hægt eftir einhverja mánuði eða ár en það er ekki hægt núna.“ Meginástæðan fyrir þessum ómöguleika er að ekki er beint flug á milli Kína og Íslands. „Þannig að það er ómögulegt að rekja ferðir fólks í gegnum önnur lönd hingað til lands, því miður. Ég vildi óska þess að það væri hægt en þetta er ekki það sem ég er að segja heldur það sem lögregluyfirvöld og flugvallaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli halda fram,“ segir Þórólfur. Þessi mynd er tekin á spítala í borginni Wuhan í Kína í vikunni þar sem talið er að veiran eigi uppruna sinn.vísir/getty Reyna að sýna fram á að veiran geti orðið útbreidd Hann kveðst ekki vera með nákvæmar tölur um það hversu margir Íslendingar séu í sóttkví í dag. „Þessi aðgerð er á ábyrgð Heilsugæslunnar og það er Heilsugæslan sem sér um þetta gagnvart fjölskyldum. Við vitum um nokkrar fjölskyldur sem við höfum fengið fregnir af en nákvæma heildartöluna vitum við ekki.“ En gerir það eitthvað gagn að setja fáeinar íslenskar fjölskyldur í sóttkví þegar það eru þúsundir kínverskra ferðamanna á götum borgarinnar? „Já, það gerir gagn vegna þess að ferðamenn eru yfirleitt hérna stutt, fara fljótt úr landi. Íslendingar eru hér þannig að við erum allavega að gera það sem við getum til þess að forða íslenskum fjölskyldum og nágrenni þeirra frá sýkingum. En það er líka mikilvægt að hafa það í huga að sóttkví er ekki algjör innilokun. Fólk hefur ákveðið frelsi og við erum með nákvæmar leiðbeiningar um það á okkar vef hvað felst í sóttkví. En þetta er, eins og ég segi aftur, þetta er aðferð til þess að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir sýkingu hér og útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Það sé þó vissulega ákvörðun hvers og eins hvort hann hlýði þeim fyrirmælum yfirvalda um að vera í sóttkví. „Við erum ekki með neina valdbeitingu í þessu en við erum að reyna að biðla til fólks og reyna að sýna fram á það að þessi veiki getur orðið útbreidd ef við grípum ekki til réttra aðgerða. Við höfum tvær aðferðir til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu, það er að finna veika einstaklinga eins fljótt og hægt er en þeir gætu þá verið búnir að smita dálítið út frá sér og svo í annan stað að tryggja það að einstaklingar sem gætu verið smitaðir, en eiga eftir að veikjast, að þeim sé haldið frá öðrum eins og hægt er þangað til útséð er um það að þeir séu ekki smitaðir.“Sjá einnig: Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Gagnrýni fyrir að taka ekki nógu hart á málum Þórólfur segir enga þjóð í Evrópu hafa gripið til þess ráðs að hætta að taka á móti ferðamönnum frá Kína. „Og það er engin til dæmis af Norðurlandaþjóðunum sem beitir svona aðgerðum eins og við. Við höfum fengið gagnrýni fyrir það að vera ekki nógu hörð, að stöðva ferðamannastraum, og þá erum við líka að tala um að stöðva Íslendinga sem hafa verið í Kína og koma hingað. Það er engin Norðurlanda- eða Evrópuþjóð sem gerir það og það er enginn sem að beitir svona afkvíunaraðgerðum eins og við þannig að við erum að grípa til harðari aðgerða en aðrir. Ég held að það ætti að vera plús fyrir okkur að við erum að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir útbreiðslu.“ Þá bendir hann á að það sé mikilvægt að hafa í huga þeir einstaklingar sem hafi til dæmis verið að greinast á Norðurlöndunum og í öðrum Evrópulöndum séu einstaklingar sem séu búsettir í þeim ríkjum, hafa verið að koma frá Kína og veikst eftir heimkomu. „Sumir af þessum einstaklingum hafa hreinlega sjálfir farið í sóttkví án þess að þeir hafi verið beðnir um það. Þeir veikjast í sóttkví og þannig hefur verið hægt að greina þá mjög snemma. Það er akkúrat það sem við erum að reyna að gera hér,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. 6. febrúar 2020 17:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. 6. febrúar 2020 17:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09