LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira