Óður til jökla heimsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 10:03 Listaverkinu Sálumessa jöklanna eftir Heimi Hlöðversson var varpað á Hallgrímskirkju í gær á setningu Vetrarhátíðar. Vísir/Vilhelm Vetrarhátíð var sett í gær þegar listaverkinu Sálumessa jöklanna var varpað á Hallgrímskirkju. Verkið er óður til jökla heimsins og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar. Yfir 150 viðburðir verða í boði í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins um helgina en hátíðinni lýkur á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fékk þá hugmynd í sumar að breyta Hallgrímskirkju í jökul sem er að bráðna. Þetta er óður til jökla heimsins,“ sagði Heimir Hlöðversson listamaðurinn á bak við Sálumessu jöklanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jöklana sýnir hann stóra á Hallgrímskirkju og fer hann líka inn í jöklana svo þetta á að vera „jöklaupplifun einhverskonar,“ sagði listamaðurinn um verkið. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja við setningu Vetrarhátíðar í gær.Vísir/Vilhelm Safnanæturstrætó gengur í dag Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði í samtali við fréttastofu í gær að hátíðin væri fyrir alla, hápunktarnir eru meðal annars safnanótt í kvöld, ljósagangan og sundlaugarnótt á sunnudag. Í dag verður opið frá 18 til 23 í 50 söfnum í öllum þessum sex sveitarfélögum. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um leiðarkerfið fyrir þennan Safnanæturstrætó má finna á vef hátíðarinnar. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Sundlauganótt verður haldin sunnudagskvöldið 9. Febrúar 2020 en þá verður frítt í sund frá 17:00 til 22.00 í 11 sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar. Hér má sjá dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Vetrarhátíð Hallgrímskirkja Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Vetrarhátíð var sett í gær þegar listaverkinu Sálumessa jöklanna var varpað á Hallgrímskirkju. Verkið er óður til jökla heimsins og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar. Yfir 150 viðburðir verða í boði í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins um helgina en hátíðinni lýkur á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fékk þá hugmynd í sumar að breyta Hallgrímskirkju í jökul sem er að bráðna. Þetta er óður til jökla heimsins,“ sagði Heimir Hlöðversson listamaðurinn á bak við Sálumessu jöklanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jöklana sýnir hann stóra á Hallgrímskirkju og fer hann líka inn í jöklana svo þetta á að vera „jöklaupplifun einhverskonar,“ sagði listamaðurinn um verkið. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja við setningu Vetrarhátíðar í gær.Vísir/Vilhelm Safnanæturstrætó gengur í dag Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði í samtali við fréttastofu í gær að hátíðin væri fyrir alla, hápunktarnir eru meðal annars safnanótt í kvöld, ljósagangan og sundlaugarnótt á sunnudag. Í dag verður opið frá 18 til 23 í 50 söfnum í öllum þessum sex sveitarfélögum. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um leiðarkerfið fyrir þennan Safnanæturstrætó má finna á vef hátíðarinnar. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Sundlauganótt verður haldin sunnudagskvöldið 9. Febrúar 2020 en þá verður frítt í sund frá 17:00 til 22.00 í 11 sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar. Hér má sjá dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Vetrarhátíð Hallgrímskirkja Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning