Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 19:29 Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30