Hjalti Þór: Menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:34 Hjalti á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15
Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19